Blog featured image

Chiagrautur með himneskum bleikum rjóma

Við fengum að deila þessari frábæru uppskrift með úr bókinni Lifðu til fulls. Júlía notar rauðrófusafaduftið okkar í þessari einstöku uppskrift. Notaðu tækifærið og verslaðu rauðrófusafaduftið og bókina á sérstökum afslætti í mars. Versla hér

Uppskrift:

Himneskur rjómi

1 dós kókosmjólk, c.a 400 ml

½ bolli hindber  

2 tsk rauðrófuduft

¼ tsk vanilludropar eða 2-3 steviudropar með vanillubragði

Allt sett í blandara og hrært!

 

Chiagrautur með banana:

1/3 bolli chia fræ

1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk

1/2 bolli vatn (eða meira, val)

1 þroskaður banani

1/2 tsk vanilludropar

2-4 dropar stevia

 

Súkkulaðikúlur:

1 bolli kínóa pops

4 msk kókosolía, brædd

1 msk kakó

6 dropar stevia (venjuleg eða með súkkulaðibragði)

1 tsk kókospálmanektar (val)

1 tsk pollen (val)

vanilla

 

Til að skreyta:

Súkkulaðikúlur

Chai kryddaðar pecanhnetur frá sykurlausri áskorun

Jarðaber

Banani

1.Setjið öll hráefni í chai rjómann og vinnið í blandara þar til silkimjúkt. Geymið til hliðar í kæli.

Útbúið Chiagraut með því að vinna öll hráefni nema chia fræin í blandara. Hrærið varlega chia fræin samanvið án þess að vinna of mikið í blandaranum og geymið í kæli í 30 mín (eða lengur) svo úr verði þykkur chiagraut.

2. Fyrir súkkulaðikúlur: Hitið ofninn á 170 gráður. Hrærið öllu vel saman í skál. Smakkið og bætið við hráum kókospálmanektar ef þið viljið hafa blönduna sætari, annars má sleppa. Bakið í 10-15 mín, þar til stökkt, eða setjið í þurrkuofn í 12 klst.

3. Sameinið chiagrautin með því að hella chai rjómanum í tvö glös c.a 1/3 glasins, þar ofaná bananastappa eða banana sneiðar, fyllið glasið svo með chia- og bananagrautnum og skreytið með súkkulaðikúlum, Chai kryddaðuðum pecanhnetur og jarðaberjum. Njótið strax!

Hollráð:

Útbúið chiagrautin og geymið í kæli í allt að 3-5 dögum, sleppið þá ferskri bananastöppu og jarðaberjum. Grauturinn gefur fljótlega orku og dásamlegur einn og sér með chai rjómanum.