Blog featured image

Glúten og mjólkurlausar vatnsdeigsbollur

Þegar maður á ofnæmisbörn og er ekki snillingur í eldhúsinu geta dagar eins og bolludagurinn orðið erfiðir. Einn bolludaginn kom svo að því að ég masteraði glúten og mjólkurlausar vatsdeigsbollur! Upp úr því hefur þessi dagur bara verið gleði :)

 

Uppskrift:

  • 124 gr smjörlíki (Í ár ætla ég að prófa eitthvað hollara eins og kókosolíu)
  • 2,5 dl kalt vatn
  • 125 gr glútenlaust fínt hveiti frá Finax
  • 1 tsk exanthan gum
  • 4 egg

Aðferð:

Bræðið smjörlíki í potti, bætið köldu vatni saman við og þar næst glútenlausu hveiti og exanthan gum.

Kælið deigið (ég set það bara í ískápinn)

Þar næst hrærið þið eggin saman við deigið. Búið til bollur og bakið í miðjum ofni við 180-190° hita.

Meðlæti:

mjólkurlaus rjómi:

  • 1 dós SantaMaria kókosmjólk & 1 tsk vannillusykur

Aðferð:

Aðskilið vökvan frá þykku mjólkinni og þeyttið í hrærivél ásamt vanillusykrinum.

Bræðið næst súkkulaði og setjið á bollurnar.

Verðið ykkur að góðu og gleðilegan bolludag ♥

Anna Kolbrún (móðir seliak og mjólkurofnæmisbarna)