Blog featured image

Bætiefni á meðgöngu

Flestar konur taka einhver bætiefni á meðgöngu, öllum konum er t.d. ráðlagt að taka fólat eða B9 ef þær hyggja á barneignir vegna þess að skortur á því getur valdið alvarlegum fæðingargöllum eins og klofnum hrygg.

Mörgum er einnig ráðlagt að taka inn D vítamín og omega 3 svo dæmi séu nefnd.

Þegar við fáum til okkar barnshafandi konur tölum við oft um mataræði sem er auðvitað alltaf grunnurinn en helstu bætiefni sem við ráðleggjum eru:

Við ráðleggjum frekar að taka inn gott fjölvítamín með fólati frekar en fólat eitt og sér. Þá færðu öll helstu vítamín og steinefni í góðu jafnvægi.

 

 

Þetta þrennt er svona grunnurinn sem er gott að taka alla meðgönguna og á brjóstagjöf

Annað sem við ráðleggjum oft og er notað eftir þörfum:

Vinnur yfirleitt bug á mörgum hvimleiðum fylgifiskum meðgöngu s.s. fótaóeirð, sinadráttum, hægðatregðu og svefntruflunum.

Þetta má nota daglega eða eftir þörfum hvers og eins

 

  • Við erum líka með magnesíum í hylkjum fyrir þær sem vilja ekki duftið
  • Vinveittir meltingargerlar

Meltingin fer oft í hnút á meðgöngu  og er hægðatregða eitthvað sem hrjáir margar barnshafandi konur.

Auðvitað er lykilatriði að borða nægar trefjar og drekka nóg vatn en gerlarnir geta hjálpað að halda jafnvægi á þarmaflórunni sem hjálpar að koma í veg fyrir hægðatregðu.

Stundum ráðleggjum við önnur bætiefni ef við teljum ástæðu til þess, allir hafa ólíkar þarfir en þetta er það helsta sem við bendum á.

Kveðja,

Ösp Viðarsdóttir, næringaþerapisti