Blog featured image

Magnesíum slökun frostpinnar

Bragðgóður sítrónufrostpinni sem slekkur á þorstanum og gefur þér mikilvæg steinefni. Þessi uppskrift gefur þér líka C vítamín, B vítamín, Kalíum og magnesíum.

 

Innihald:
1 bolli vatn
1/2 bolli nýkreistur sítrónusafi
1 msk hlynsíróp
2 msk mólassi (blackstrap molasses)
2 msk eplaedik

3 tsk slökun með sítrónubragði

Aðferð:
Hitið vatnið aðeins og leysið slökunar duftið upp í því.
Bætið við hlynsírópi og mólassa og hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman.
Bætið við sítrónusafa og eplaediki og hrærið vel.
Hellið blöndunni í íspinnaform.
Frystið í a.m.k. 3-4 tíma.
Njótið!