Blog featured image

Vegan lífstíll

Vitundavakning fólks um dýravernd, umhverfisvernd og heilsuvernd hefur orðið til þess að fleiri velja að vera vegan.

Markmið veganisma er að útiloka eða minnka eftir bestu getu dýraafurðir í fæðunni, fatnaði og neyslu almennt.

Fyrir flesta er veganismi stór lífstílsbreyting og fæstir útiloka dýraafurðir alveg til að byrja með. Það er því mikilvægt að lengra komnir veganismar mæti nýbyrjendum þar sem þeir eru.

Aukin meðvitund um kosti vegan lífstíls og minnkandi notkun dýraafurða almennt er jákvæð breyting.

Veganismi er sögð vera stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

 

 

Heilsuvernd:

Lífstílssjúkdómar eru sagðir ein stærsta dánarorsök Íslendinga. Þar má t.d. nefna hjarta- og heilaæðasjúkdóma sem tengjast oft ofþyngd og offitu. Með því að vera meðvitaðari um breytt og næringaríkara mataræði má draga verulega úr þessum vanda.

Landlæknisembættið ráðleggur t.d. að gæta hófs við neyslu á kjöti, þá sérstaklega rauðu kjöti. Einnig að við drögum verulega úr neyslu á unnum kjötvörum.  Landlæknisembættið ráðleggur okkur líka að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Þannig fáum við nóg af lífsnauðsynlegum vítamínum, steinefnum og ýmsum öðrum hollum efnum.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/radleggingar-um-mataraedi-2015.pdf

Vegan fæði er samansett af korni, baunum, ávöxtum, berjum, grænmeti, hnetum, fræjum og sjávarplöntum. Vegan fæði inniheldur ekki dýraafurðir og þess vegna ekkert kólesteról.

Við í Mamma veit best erum með gott úrval af hágæða vegan bætiefnum:

 

Pure Synergy

The Synergy Company setur gæði í forgang. Allar vörurnar eru unnar úr lífrænt vottuðum jurtum sem eru unnar á besta mögulega hátt til að tryggja að næringargildi og virkni haldist alla leið. Fyrirtækið gerir þetta allt á umhverfisvænan og sanngjarnan máta án málamiðlana.

Vörurnar eru úthugsaðar og koma í formum og blöndum sem hafa það að leiðarljósi að þú fáir nákvæmlega það sem þú borgar fyrir þegar kemur að gæðum og virkni án allra gervi-, bindi, fylli- eða kemískra efna. Að sjálfsögðu eru heldur engar erfðabreyttar lífverur notaðar.

Veldu Pure Synergy ef þú ert að leita að hreinum, náttúrulegum og lífrænum bætiefnum :)

 

Rauðrófuduft:

Fyrr á öldum óx rófa villt meðfram ströndum Evrópu og var notuð sem lækningajurt. Sennilega vegna þess hversu rík rauðrófan er af járni og getur þannig bætt blóðleysi og slappleika, lækkað blóðþrýsting og haft jákvæð áhrif á hreinsun lifrarinnar.  Nú á tímum er rauðrófan nytjaplanta sem vex hvergi villt.

Auk þess að vera rík af járni inniheldur rauðrófan andoxunarefnin A vítamín og C vítamín. Andoxunarefnin geta komið í veg fyrir skaðleg áhrif sindurefna á lifandi frumur líkamans. Þannig getur rauðrófuduft haft fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og hjarta og æðasjúkdóma, krabbamein og liðagigt.

Rauðrófuduft er líka ríkt af fólínsýru, magnesíum og kalki.

 

 

Lífrænt grænkálsduft

Auk þess að vera ríkt af andoxunarefnum inniheldur grænkálsduft K vítamín, fólinsýru, magnesíum, kalk og járn.

Grænkál er mjög ríkt af blaðgrænu sem eykur súrefnisupptöku í blóði.

Grænkálsduft er ríkt af trefjum sem hjálpa til við að halda þarmaveggjum hreinum og þarmahreyfingum eðlilegum. Þannig getur grænkálsduft átt þátt í að fyrirbyggja þarmaskemmdir, bólgur og jafnvel krabbamein.

 

 

Lífrænt berjaduft

Organic berry powder ofurberjaduftið er blanda yfir tuttugu tegunda næringarríkustu berja og ávaxta sem til eru.

Oft er talað um að við eigum að borða regnbogann í þeirri merkingu að borða grænmeti og ávexti í sem fjölbreyttustum litum til að fá sem breiðasta flóru næringarefna. Þessi blanda uppfyllir þessa kröfu betur en flestar aðrar því hún er unnin úr ávöxtum og berjum í öllum regnbogans litum.
Berin eru: Sólber, aðalbláber, hindber, acerola kirsuber, aronia  ber, concord vínber, lingonber, villt bláber, súr kirsuber, acaiber, gojiber, maquiber, ylliber, trönuber og svört hindber.
Ávextirnir eru: Epli, baobab, granatepli, mangosteen og grænt papaya
Þurrkaður rauðrófusafi er svo eina grænmetið sem er með í blöndunni enda algjör ofur-jurt!

 

 

Úrvalið í Pure Synergy er svo miklu meira en bara þessar vörur hér að ofan. Endilega skoðaðu úrvalið hér

 

 

Garden of life

Garden of life sérhæfa sig í náttúrulegum, hágæða bætiefnum. Markmiðið er hámarks virkni og nýting án auk- og gerviefna. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi frá Garden of life.

 

Hráfæðismáltíð - Vanilla

Raw Meal er eitt af þeim bætiefnum sem er í raun fæða, bara í öðru formi en við eigum að venjast, dufti. Blandan er unnin úr mörgum næringarríkustu fæðutegundum sem fyrirfinnast s.s. spírum, korngrösum og berjum. Í henni má einnig finna auðnýtanlegt grænmetisprótín, ensím og góðgerla.

Raw Meal er:

 • Hrá, lífræn, vegan og án allra aukefna
 • Glúten- og mjólkurlaus
 • Stútfull af næringu
 • Bragðgóð og seðjandi
 • Frábær viðbót í þeytinginn
 • Hægt að nota sem millimál (1 mæliskeið) eða sem heila máltíð (2 mæliskeiðar)

 

 

 

Lífrænt Vegan D-3 vítamín

 

Vegan D3 sprey

 • Vottað vegan úr lichen og glútenlaust
 • Engin gervi-, bindi- eða fylliefni
 • Gómsætt vanillubragð
 • Lífrænar fitusýrur úr graskers- og trönuberjafræjum
 • D3 er nauðsynlegt fyrir beinheilsu, ónæmiskerfið og margt fleira til að viðhalda heilsunni

Garden of life er með mikið fleiri vegan vörur. Þið getið skoðað úrvalið hér

Allar sápurnar  frá Dr.Bronner eru vegan og svo er Dr. Mercola líka með vegan svitarlyktareyði.

 

 

Gangi ykkur vel með vegan lífstíl.

Knús

Starfsfólk Mamma veit best