Blog featured image

Vegan múffur

Hún Martha okkar bakar svo ljúfengar vegan múffur. Hér deilir hún uppskriftinni með okkur :)

2  1/2 bolli lífrænt fínt spelt

1 bolli lífrænt döðlumauk (leggja döðlur í bleyti í 1-2 klst í matvinnsluvél)

1/2 bolli lífrænt sætiefni t.d. hunang eða kókospálmasykur

4 stappaðir bananar (helst lífrænir)

3 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk himalaya salt

1 bolli lífrænt kókosmjöl/flögur

1 bolli t.d. lífræn kókosmjólk, möndumjólk eða önnur jurtamjólk

1/2 - 3/4 bolli kókosolía (lífræn dr. Bronners)

200gr lífrænt súkkulaði (t.d. green  black)

Allt handhrært - ekki hræra of mikið

Súkkulaði kemur síðast. Það er líka hægt að setja t.d. bláber í staðinn fyrir súkkulaðið.