Blog featured image

Mangó ís

Þessi ís er mjólkur, eggja og glútenlaus og hentar því vel fólki með ofnæmi eða óþol fyrir því

  • 300gr frosið mangó
  • 100 ml kókosmjólk (t.d. þessi í bleiku fernunum frá Santa Maria)
  • 25 gr hnetusmjör
  • 4 tsk (20gr) pálmasykur

Aðferð:

  • Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og blandað þar til silkimjúkt
  • Það fer eftir gæðum blandarans hversu fljótt og vel gengur að ná ísnum mjúkum en allir betri blandarar ættu að ráða vel við þetta
  • Gott er að setja ferska ávexti og kakónibbur út á ísinn
  • Berist strax fram
  • Hægt að geyma afganga í frysti en það munu myndast ískristallar í ísnum
  • Afganga er jafnvel hægt að nota í þeytinga

Höf: Ösp Viðarsdóttir