Blog featured image

Pestarbaninn - súpa

Grunnurinn að þessari er ættuð frá grasalækninum Dale Pinnock en þetta er mín útgáfa með ýmsum breytingum og vonandi bætingum. Bragðmikil súpa sem rífur í og losar um stíflur.

 

·   1msk kókosolía

·    2 rauðlaukar – gróft saxaðir

·    2 stórar sætar kartöflur (ca.800gr) – skornar í teninga

·    250gr sveppir – gróflega saxaðir

·    2 rauðir cilli (með fræjum ef þú vilt sterkt, sleppa ef þú vilt mildara) – skornir í bita

·    Engifer – ca. 5 sm biti  - saxað fínt

·    Turmeric – ca.3sm biti eða 1msk þurrkað – saxað fínt

·    ½ bolli gojiber (2 vænar handfyllir)

·    1300 ml kalt vatn

·    200ml kókósmjólk

·    2 tsk sjávarsalt eða himalayasalt

·    Hvítlaukur – 5 geirar – rifnir á rifjárni

·    Safi úr 1 appelsínu

·    Safi úr 1 lime

·    Ferskt Kóríander (Má sleppa) – saxað gróflega

Aðferð:

·   Hitið kókósolíu í stórum potti á meðalhita

·   Mýkið laukinn í ca 5 mínútur

·   Bætið við sætum kartöflum, sveppum, engifer, turmeric og salti og látið steikjast í 5 mín

·   Bætið við gojiberjum og vatni, látið suðuna koma upp og látið malla í um 30 mín

·   Bætið við kókosmjólk, hvítlauk, safa úr appelsínu og lime og látið malla í smá stund

·   Maukið allt með töfrasprota

·   Bætið kóríander út í súpuna

·   Berið fram með paleo pönnubrauði eða öðru góðu

·   Ef þú vilt gera súpuna enn matarmeiri má bæta rauðum linsubaunum við um leið og vatninu og láta þær malla 

    með

Höf: Ösp Viðarsdóttir