Blog featured image

Hvítlauks pönnubrauð

Glútenlaust, prótín- og trefjaríkt. Frábært með súpum, indverskum mat eða í stað brauðs í samlokur

 

·   6 msk kókoshveiti

·   6 egg

·  1 tsk lyftiduft

·  1 tsk salt

·  Safi úr 1 sítrónu

·  2 hvítlauksgeirar – rifnir

·  100 ml vatn

·  1 msk þurrkuð steinselja

Aðferð

·  Kókóshveiti, egg, salt, sítónusafi og lyftiduft hrært vel saman

·  Restinni bætt út í og hrært í kekkjalausan jafning – áferðin mun minna á hafragraut í þykkara lagi

·  Steikt á meðalheitri pönnu (eða vöfflujárni) á báðum hliðum þangað til gullinbrúnt

·  Gerir u.þ.b. 6 stk sem eru ca. 10 cm í þvermál