Blog featured image

Gula þruman

Þetta er gott að búa til og eiga inni í ísskáp, taka svo eitt skot á dag (meira ef þú ert lasinn). Sérstaklega gott við hálsbólgu, stífluðu nefi og hósta. Rífur í og losar slím.

 

·  Engifer – ca 10 sm bútur

·  Turmeric – ca 3 sm bútur

·  Hvítlaukur – 4 rif

·  2 sítrónur – með hýði ef lífrænar

·  1 rauður chilli með fræjum

·  250ml vatn

Aðferð

Allt sett í blandara þangað til vel maukað

Höf: Ösp Viðarsdóttir