Tahini konfekt

 

·  150gr tahini (sesamsmjör)

·  4tsk (20gr) palmyra jaggery

·  50 gr granateplakjarnar (+ smá ofaná)

·  1 msk granatepladuft frá Navitas (má sleppa)

·  Nokkur saltkorn

Aðferð:

·   Tahini, palmyra jaggery, salti og granatepladufti blandað saman í blandara, matvinnsluvél eða með töfrasprota

    þangað til silkimjúkt

·  Granateplakjörnum blandað saman með skeið

·  Þjappið ofan í 10x10 cm box

·  Stráið nokkrum granateplakjörnum yfir og stingið inn í frysti í nokkra tíma eða yfir nótt

·  Takið úr frysti um 10 mín áður en bera á fram

·  Skerið í litla konfektbita (ca. 1x1 cm) og berið fram