Mjólkurlaust jólakakó

Það er fátt notanlegra en að drekka heitt súkkulaði á aðventunni. Hér kemur uppskrift að ljúfengu mjólkurlausu jólakakói

 

250 gr dökkt súkkulaði

400 ml kókosmjólk

400 ml vatn

1 tsk vanilludropar

1/4 sjávarsalt

smá cayenne pipar ef þess er óskað

 

Bræðið súkkulaði í 200 ml kókosmjólk við vægan hita.

Bætið salti og restinni af vökvanum og vanillu út í og hitið áfram í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt.