Blog featured image

Graskersfræjaþeytingur

Fyrir einn svangan eða tvo sem millimál. Æðislegur í morgunnmat eða eftir líkamsrækt. Próteinríkur, frískandi og nærandi, kryddaður með kanil og turmerik til að vinna á móti bólgum.

 • 1 bolli vatn

 • ¼ bolli kókosmjólk

 • 1 bolli frosið mangó

 • 1 banani

 • 1 tsk vanilluduft eða vanillu extrakt

 • ½ tsk kanill

 • ¼ tsk turmerik

 • safi úr 1 sítrónu

 • 2 msk graskersfræjaprótín frá Omega Nutrition

 • 1 msk graskersfræjaolía frá Omega Nutrition

 • 5 dropar stevía (má sleppa)

Allt maukað vel í blandara

Höf: Ösp Viðarsdóttir