Glútenlausir lakkrístoppar
Einnig lausir við mjólk, soja og hnetur.
3 eggjahvítur
150 gr palmyra
1 tsk lakkrísrótarduft (fæst t.d. í Jurtaapótekinu)
1/4 tsk sjávarsalt
100 gr dökkt BJÖRN súkkulaði - saxað
Aðferð
-
Hitið ofninn að 125° C
-
Skiljið eggin og látið eggjahvítur í hrærivélarskál
-
Blandið saman palmyra jaggery sykri, lakkrísdufti og salti í skál
-
Saxið súkkulaðið og geymið
-
Þeytið eggjahvítur á meðalhraða í hrærivél í 2 mínútur
-
Bætið helmingnum af Palmyra Jaggery sykri, lakkrísdufti og salti saman við og þeytið í 1 mínútu áður en restinni er bætt út í
-
Þeytið áfram á meðalhraða þangað til eggjahvíturnar eru stífþeyttar
-
Hrærið súkkulaðinu varlega saman við þeyttar eggjahvíturnar með sleikju
-
Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur og mótið toppa úr deiginu með teskeið (Gott að nota tvær til að búa til kúlur)
-
Bakið í miðjum ofni í ca. 60 mínútur (athugið toppana eftir 30 mín - ofnar eru mismunandi)
-
Takið úr ofninum og látið kólna áður en þið gangið frá toppunum í poka eða box og geymið í kæli.
