Blog featured image

Chiagrautur

Hin sívinsæli og bragðgóði Chiagrautur

·  8msk chiafræ frá Navitas

·  200ml kókósmjólk (Ég notaði þessa í bleiku fernunum frá Santa Maria)

·  250ml vatn

·  4msk granatepladuft frá Navitas

·  2msk lucuma frá Navitas

·  2tsk Pure synergy Berjaduft

·  1tsk Pure synergy rauðrófuduft

·  2msk hampfræ frá Navitas

·  1msk kakóknibbur frá Navitas

·  2msk gojiber frá Navitas

·  3msk mórber frá Navitas

·  1 sítróna eða lime – safi og börkur (bara nota börkinn af lífrænum)

·  ½ tsk vanilluduft (má sleppa)

·  5 dropar stevía (má sleppa)

Aðferð:

·  Chiafræ, kókósmjólk, vatn, granatepladuft, lucuma, berjaduft, rauðrófuduft sett í stóra skál og pískað saman þangað allt er vel blandað

   saman og farið að þykkna

   (líka hægt að láta í hrærivél á hæga stillingu)

·  Restinni bætt út í og hrært saman með skeið

·  Gott að bæta ferskum berjum eða öðrum ávöxtum út

·  Dugar fyrir fjóra

·  Má gera daginn áður og geyma í kæli yfir nótt – þá gæti þurft að bæta meira vökva við daginn eftir

 

Höf: Ösp Viðarsdóttir