VH Sítrónukúrinn 360gr

6.227 kr.
Til á lager

Sítrónukúrinn hefur verið notaður af þúsundum síðan 1942 þegar náttúrulæknirinn Stanley Burroughs kynnti hann fyrst til sögunnar. Hugmyndin á bakvið kúrinn er að hjálpa líkamanum að hreinsa út óæskileg eitur- og úrgangsefni sem hafa safnast upp og gefa meltingunni frí frá fastri fæðu til að auðvelda hreinsun og hvíla meltingarfærin.

Á meðan á föstunni stendur er mælt með að drekka 6-8 glös daglega af Vibrant Cleanse auk vatns og jurtates að vild en borða enga aðra fæðu.


Margir kannast við sítrónu hreinsikúrinn sem samanstendur af sítrónusafa, hlynsírópi, cayenne pipar og vatni. Nú er hægt að fá hann í þessu handhæga duftformi. Þú hrærir einfaldlega duftið út í vatnsglas og drekkur.

Algengt er að láta föstuna endast frá 3 dögum upp í 30 daga.

Eftir að föstu lýkur skal fara hægt í að bæta inn fæðu á ný, nánari leiðbeiningar hér:

https://www.vibranthealth.us/vibrant-cleanse/product-pages/vibrant-cleanse

Athugið!

Ekki er mælt með því að fara út í langa föstu nema með góðum undirbúningi, gott er að vera búinn að hreinsa til í mataræðinu í nokkurn tíma á undan t.d. með því að taka út sykur, hvítar kornvörur, rautt kjöt og skyndibita til að undirbúa líkamann.

Alltaf er ráðlegt að leita sér ráðgjafar frá lækni eða öðrum heilsufarsráðgjöfum áður en farið er út í hreinsun eins og þessa

Ef þú glímir við sjúkdóma eða heilsufarskvilla, er á einhverjum lyfjum, í yfir- eða undirþyngd skaltu ekki taka Vibrant Cleanse nema að viðhöfðu samráði við lækni

Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti skaltu ekki taka Vibrant Cleanse

Vöru þessari er ekki ætlað að meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma