VH Sink fyrir karla

1.950 kr.
Til á lager

Sink er steinefni sem hefur mörgum og mikilvægum hlutverkum að gegna í líkamanum. Karlar og konur hafa svipaða þörf fyrir sink en einn grundvallarmunur er þó á kynjunum hvað þetta varðar.

Blöðruhálskirtill karla notar mikið magn sinks og í honum er að finna margfalt meira magn sinks en í öðrum líffærum. Því er gríðarlega mikilvægt að karlar fái nægilegt sink til að halda blöðruhálskirtlinum heilbrigðum alla ævi.


Gæði bætiefna skyldi ávallt skoða fyrir inntöku en Vibrant health hafa hér sett saman einstaka blöndu sinks og plöntusteróla til að styrkja og verja blöðruhálskirtilinn.

Sink er bundið aminosýrunni arginine sem einnig er að finna í miklu magni í blöðruhálskirtlinum og hjálpar við upptöku sinks til hans.

Plöntusterol og stanol eru talin vernda blöðruhálskirtilinn auk þess sem þau hjálpa við að viðhalda kólesteróljafnvægi.

 

Sink hefur ótalmörgum öðrum hlutverkum að gegna í líkamanum s.s. :

  • Fyrir eðlilegan vöxt og endurnýjun
  • Ver frumur gegn skemmdum
  • Nausynlegt fyrir myndun ýmissa hormóna
  • Fyrir frjósemi karla og kvenna
  • Til að sár og aðrar vefjaskemmdir grói eðlilega
  • Fyrir blóðsykursjafnvægi
  • Fyrir beinheilsu
  • Ómissandi þáttur ótalmargra ensíma og þeirra hlutverka t.d. í meltingarkerfinu
  • Nauðsynsynlegt fyrir eðlilega starfssemi ónæmiskerfisins

60 töflur

Ráðlögð notkun: 1 hylki daglega