VH Lífrænt D3 2000 IU

2.250 kr.
Til á lager

Það má segja að D vítamín sé sannkölluð ofurhetja.

Mikilvægi D vítamíns fyrir beinheilsu hefur lengi verið þekkt en á síðustu árum hafa rannsóknir leitt betur og betur í ljós að það er hverri frumu nauðsynlegt til margvíslegra starfa. Líkaminn framleiðir D vítamín úr sólarljósi í húðinni en hér á norðurhveli er lítið um sólarljós og föt eða sólarvörn koma í veg fyrir að það litla sólarljós sem kemst að húðinni nýtist. Þetta verður til þess að stóran hluta fólks skortir nægilegt magn.


D vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir:

  • Hjartaheilsu
  • Ónæmiskerfið
  • Jafnvægi á skapi og vellíðan
  • Sterk og heilbrigð bein
  • Bættan vöðvastyrk
  • Eðlilega meltingu og upptöku næringarefna
  • Eðlilega þyngdarstjórnun

D3 vítamínið frá Vibrant Health er 97% vottað lífrænt, laust við öll eiturefni, inniheldur ekkert erfðabreytt eða óþörf aukefni.

2000 AE í hverri töflu

Takist með mat og vatni

100 töflur í glasi