PS Matcha duft 60gr

4.800 kr.
Til á lager

Lífrænt, ekta grænt japanskt Matcha te

60gr

Lífrænt - vegan - glútenlaust


Matcha grænt te er ekkert venjulegt grænt te.

Það er unnið úr ungum telaufum sem eru tínd, þurrkuð og möluð með það að leiðarljósi að viðhalda bæði bragðgæðum og næringargildi alla leið í bollann þinn. Engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna.

Matcha teið frá Pure synergy er sérræktað á lífrænan hátt við Fuji fjallið í Japan þar sem aðstæður eru eins góðar og hreinar og kostur er á. 

Matcha te hefur um árhundruð verið notað til heilsubótar og þykir veita jafna orku og efla einbeitingu og minni.

Í einni teskeið af matcha má finna meira af andoxunarefnum og næringu en í mörgum bollum af öðru grænu tei.

Matcha te er ríkt af andoxunarefnum en í því má líka finna fullkomna blöndu amínósýrunnar L-theanine og koffíns en þetta jafnvægi er ástæða þess að matcha veitir jafna orku og eflir einbeitingu.

Matcha er vinsælt hjá námsmönnum, íþróttafólki, foreldrum, vinnandi fólki, eldra fólki og bara öllum sem vilja efla heilsu, orku og einbeitingu.

 

Lífræn matcha grænt te.

Þú getur notað matcha á nokkra mismunandi vegu:

  • Fljóta leiðin: Settu 1 tsk af matcha í krukku, bættu við 1/2 bolla af heitu (max 80°C) eða köldu vatni, lokaðu krukkunni og hristu þangað til duftið er uppleyst. Bættu við meira vatni ef þú vilt og drekktu.
  • Hefðbundna leiðin: Settu 1 tsk af matcha í víðan bolla eða hefðbundna matcha skál. Bættu við heitu vatni (um 80°C, ekki sjóðandi) og þeyttu með matcha písk eða stálpísk þangað til duftið er uppleyst. Gott er að bæta fyrst smá vatni og þeyta þannig að úr verði þunnt mauk og bæta svo meira vatni við og hræra létt.
  • Út í safa: Hristu matcha saman við uppáhalds safann þinn
  • Út í þeyting: Bættu matcha út í blandarann þegar þú gerir þeytinga, lyftir hvaða þeyting sem er upp á hærra plan.