PS Lífrænt rauðrófusafa duft

4.700 kr.
Til á lager

Kostirnir

  • Stútfullt af andoxunarefnum og öðrum heilsubætandi plöntuefnum
  • Styrkir starfssemi lifrarinnar
  • Eykur blóðflæði og er náttúruleg uppspretta nitric oxide - gagnast því hjarta og æðakerfi
  • Eykur úthald og getu við æfingar
  • Blóðstyrkjandi og hreinsandi


Fyrr á öldum óx rófa villt meðfram ströndum Evrópu og var notuð sem lækningajurt. Sennilega vegna þess hversu rík rauðrófan er af járni og getur þannig bætt blóðleysi og slappleika, lækkað blóðþrýsting og haft jákvæð áhrif á hreinsun lifrarinnar.  Nú á tímum er rauðrófan nytjaplanta sem vex hvergi villt.

Auk þess að vera rík af járni inniheldur rauðrófan andoxunarefnin A vítamín og C vítamín. Andoxunarefnin geta komið í veg fyrir skaðleg áhrif sindurefna á lifandi frumur líkamans. Þannig getur rauðrófuduft haft fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og hjarta og æðasjúkdóma, krabbamein og liðagigt.

Rauðrófuduft er líka ríkt af fólínsýru, magnesíum og kalki.

Laust við glúten, mjólk, aukefni og erfðabreyttar lífverur

Engin bindi-, fylli- eða sætuefni

100% lífrænt, hreint og náttúrulegt

100% hreint, lífrænt rauðrófusafaduft.

Notkunarmöguleikar

  • Eitt og sér út í vatn fyrir æfingar eða önnur átök - eykur blóðflæði og úthald og stuðlar að heilbrigðri endurheimt
  • Út í þeyting eða safa
  • Út í jógúrt og grauta
  • Sem náttúrulegur matarlitur - gerir allt fallega skærbleikt