PS Lífrænt Grænkálsduft

3.250 kr.
Til á lager

Lífrænt Grænkálsduft er svo nefnd ofurfæða vegna þess hversu ríkt það er af næringarefnum og andoxunarefnum eins og beta-karótíni, A- vítamíni, E- vítamíni og C- vítamíni. Þessi vítamín eru öflug andoxunarefni sem vernda frumur líkamans. Rannsóknir hafa sýnt að grænkál getur þess vegna verið fyrirbyggjandi fyrir krabbameini og öðrum sjúkdómum í kjölfar þeirra skaðlegu áhrifa sem sindurefni hafa haft á frumur líkamans.


Auk þess að vera ríkt af andoxunarefnum inniheldur grænkálsduft K vítamín, fólinsýru, magnesíum, kalk og járn.

Grænkál er mjög ríkt af blaðgrænu sem eykur súrefnisupptöku í blóði.

Grænkálsduft er ríkt af trefjum sem hjálpa til við að halda þarmaveggjum hreinum og þarmahreyfingum eðlilegu. Þannig getur grænkálsduft átt þátt í að fyrirbyggja þarmaskemmdir, bólgur og jafnvel krabbamein.

100% hrein, lífrænt grænkálsduft.

Góður skammtur er 1 kúfuð teskeið en má nota meira eða minna eftir smekk og þörfum hvers og eins.

Nokkrar hugmyndir að notkun:

  • Hreinn og beinn: Blandið í vatn eða hreinan safa, gott er að kreista smá sítrónu út í til að fríska uppá drykkinn.
  • Hreinsandi drykkur: Blandið grænkáls- og rauðrófudufti saman, kreistið sítrónu út í og drekkið til að hreinsa og hressa.
  • Grænn þeytingur: Bættu grænkálsduftinu í þeytinginn til að bæta grænu við mataræðið á einfaldan hátt.
  • Í sósur og pestó: Smá grænkálsduft í salatsósur og pestó er frábær leið til að upphefja næringargildið.