Mercola sínk og selen

1.990 kr.
Til á lager

15 mg Sink og 200 mcg Selen. 

Glútenlaust - Mjólkurlaust - Soyjalaust - Óerfðabreytt

 


Sinkskortur er útbreiddur og áhyggjuefni fyrir fólk víða um veröld. Næstum 1 af hverjum 3 eru líkeg til að þjást af skorti. Einkenni sinkskorts líkjast oft öðrum algengum kvillum, því getur verið erfitt að greina hann og auðvelt að missa af honum þegar heilsufar er metið.

Jafnvel þegar fólk fær nóg af sinki í mataræði sínu, geta önnur atriði dregið úr getu þess til að vinna steinefnið og taka það upp. Atriði á borð við streitu, meðgöngu, grænmetisfæði eð mataræði sem inniheldur mikið af korni, baunum, fræjum og hnetum. Að vera 60 ára eða eldri eykur einnig líkur á því að skorta sink. 

Sink gegnir mikilvægu hlutverki í virkni ónæmiskerfisins og heilbrigðri frumuendurnýjun og hjálpar til við að halda bólgum niðri. 

Selen er annað steinefni sem ekki síður er mikilvægt en sink fyrir heilbrigði frumna og alhliða heilsu. Hins vegar eru ekki öll selenbætiefni sköpuð jöfn. 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðin tegund af selenbættu geri er áhrifaríkara form en önnur. Það inniheldur alla próteinsameindina selen, en flest önnur selenbætiefni innihalda aðeins eina selen-amínósýru sem nefnist selenomethione, en hún er algeng í selenbætiefnum og fjölvítamínum.

Lífvirka og auðupptakanlega selenbætta gerið sem er í Sink og selenbætiefni Mercola inniheldur ekkert virkt ger, það er að segja að gerið og fjölgar sér ekki í meltingarfærunum, það nýtist aðeins sem bætiefni og næring. Það er sérstaklega til þess fallið að koma seleni beint inn í próteinbygginguna, það hjálpar verulega til að lækka oxunarálag á líkamanum. 

Margir staðir í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu, Rússlandi, Nýja Sjálandi og Kína hafa lágt magn af seleni í jarðvegi sínum og það eykur hættu á skorti hjá þeim sem þar búa. 

Inntaka á sinki minnkar yfirleitt magn kopars í líkamanum, því hefur Mercola læknir bætt smávægilegu magni að kopari í Sink og selen bætiefnið sitt. 

Aldur, mataræði, lífstíll, heilsufar og jafnvel staðsetning getur haft áhrif á hversu mikil þörf fólks er fyrir sink og selen. 

Sink og selen frá Mercola er tekið inn til að halda frumum heilbrigðum, til að styrkja varnir ónæmiskerfisins, styðja við heilastarfsemi, heilbrigð efnaskipti og heilbrigð bein og sjón. 

Ráðlögð notkun: Fullorðnir taki eitt (1) hylki á dag með máltíð.