Mercola mjólkur ensím

2.400 kr.
Til á lager

Mjólkurensím 

Glútenlaus - Soyjalaus - Vegan

30 hylki


 

Algengt er að fólk finni fyrir óþægindum eftir að hafa drukkið mjólk eða neytt mjólkurvara. Það kvartar þá oft yfir magaónotum, uppþembu, loftgangi, ógleði,  krömpum og jafnvel niðurgangi. 

Sumt fólk á í erfiðleikum með að melta laktósa, sem er sykurtegund sem fyrirfinnst í mjólk og mjólkurafurðum. Það er þá kallað laktósaóþol og er tilkomið vegna þess að af einhverjum ástæðum framleiðir líkami viðkomandi ekki nægan laktasa til að brjóta niður laktósann. 

Einnig getur fólk verið með óþol fyrir mjólkurpróteinunum á borð við mysuprótein eða kasein. Þá er vandamálið ekki skortur á laktasa heldur önnur vandkvæði við að þola próteinsameindirnar úr mjólkurvörunum. 

Mjólkurensímin frá Mercola innihalda próteasa sem brýtur niður mysuprótein og kasein .

Hingað til hafa flest meltingarefnsím fyrir mjólkurvörur aðallega miðað að því að brjóta niður laktósann, en Mercola mjólkurvöruensímin hjálpa til við meltingu á hvoru tveggja, laktósanum og mjólkurpróteinunum. 

Mjólkurensímin frá Mercola innihalda:

* Próteasa sem brýtur mysuprótein og kasein hratt niður í smærri peptíð í maganum áður en þau ná niður í þarmana.

* Laktasa til að brjóta laktósa hratt og örugglega niður. 

* ATP eða adenósín þrífosfat sem fæst yfirleitt aðeins úr hrárri fæðu eða sem bætiefni, en það tapast úr fæðu þegar hún er unnin eða elduð. ATP hjálpar til við að hefja meltingarferlin.

Best er að taka ensímin fyrir máltíð en þau innihalda nægilegt magn af ensímum til að melta eitt lítið mjólkurglas eða eina ískúlu. 

Mercola mjólkurensímin eru vegan og henta því einnig vel fyrir grænmetisætur. 

 

 

Ráðlögð notkun: Fullorðnir taki eitt (1) hylki á dag fyrir máltíð sem inniheldur mjólkurvörur. Gott að taka með almennum meltingarensímum frá Mercola sem heita Öll breiddin.