Mercola lífrænt kókossmjör

1.950 kr.
Til á lager

Lífrænt kókósmjör frá Dr. Mercola

Glútenlaust - Mjólkurlaust - Soyjalaust

226.7g


 

Lífræna kókóssmjörið frá Dr. Mercola er steinmalað með fornfrægri aðferð þar sem hráefnið er malað með gríðarstórum hringlaga steinum. Slík steinmölun tíðkaðist gjarnan við ólífuolíugerð til forna og er sums staðar enn notuð við framleiðslu á gæðaolíu. Steinmölun gefur olíunni afar mjúkt og gómsætt bragð með smjörkeim.

Dr. Mercola hefur tileinkað sér þessa aðferð og nýtir hana hér við gerð kókóssmjörs. Við steinmölun helst hitastigið lágt allan tímann. Það gefur ríkulegt bragð, næringarefnin varðveitast vel og áferðin verður silkimjúk.

Hráefnið eru ógerilsneyddar hráar kókósflögur sem eru þurrkaðar til þess að varðveita hinar hollu og viðkvæmu fitusýrur. Þær er svo steinmalaðar í 24-48 klukkustundir.  Þannig varðveitast góða fitan, steinefnin, vítamínin og hitaviðkvæmu andoxunarefnin sem verður til þess að skapa gott eldsneyti og næringu fyrir líkamann.

Í hinu hæga steimölunarferli myndast minni núningur en með nútíma aðferðum og minna súrefni kemst að olíusameindunum. Það gerir það að verkum að minni líkur eru á því að olían þráni eða skemmist.

Lífræna Mercola kókóssmjörið

  • Er Sykurlaust
  • Hentar vel með hollu mataræði á borð við: paleo, vegan, hráfæði og lágkolvetna lífsstíl
  • Er búið til úr 100% lífrænum, hráum kókósflögum
  • Inniheldur engin erfðabreytt innihaldsefni

 

Kókóssmjörið má nota á ýmsa vegu: Smyrja á brauð, borða það beint úr krukkunni, við matseld eða í hráfæðiseftirrétti. Það er gott út í smoothie, grauta, sósur og dýfur. Hægt er að blanda því út í vatn eða kókósvatn til þess að útbúa heimagerða kókósmjólk.