Mercola lífræn jojoba olía

3.950 kr.
Til á lager

Lífræn, hrein jojoba olía

118 ml


Jojoba olía er einstaklega nærandi og mýkjandi olía fyrir bæði hár og húð.

Samsetning hennar er frá náttúrunnar hendi lík eðlilegu fitujafnvægi húðarinnar og hún er því einstaklega góð sem alhliða húðolía.

Hana má nota jafnt í andlit, á líkama og í hárið.

Hana má blanda með ilmkjarnaolíum til að nudda.

 

Lífræn jojobafræja olía (Simmondsia chinensis)

Jojoba olíu má nota jafnt á andlit, líkama og í hárið.

Nokkur dæmi um notkunarmöguleika:

  • Á þurra húð eða hársvörð: berið á húð eða í hársvörð og nuddið vel inn. Má líka bæta út í bað.
  • Nærandi fyrir hár: setjið nokkra dropa í lófann, nuddið lófunum saman og rennið svo í gegn um hárið. Má líka bæta út í hárnæringu fyrir djúpnærandi meðferð.
  • Til að fjarlægja farða: setjið olíu í bómullarskífu og strjúkið yfir andlit og háls til að fjarlægja farða. Gott að nota fyrst milda sápu og taka svo restina og næra húðina í leiðinni með olíunni.
  • Fyrir nudd: Annað hvort óblönduð eða blöndum með nokkrum dropum af ilmkjarnaolíum.
  • Í stað næturkrems: Frábært að nudda á andlit og háls eftir að hafa þrifið húðina að kvöldi.