Mercola Laxaolía í hylkjum

4.500 kr.
Uppselt

Laxaolían frá Dr. Mercola er kaldpressuð úr villtum laxi frá Alaska. Hún er rík af DHA og EPA, sem eru mikilvægustu tegundirnar af Omega 3 fyrir líkamann. Hún er framleidd á sjálfbæran hátt. Olían er hrein, fersk og ekki þynnt út með neinum öðrum olíum.

 

Laxaolían frá Mercola er mikil gæðaolía, hún er:

  • Vottuð af MSC (Marine Stewardship Council) sem eru alþjóðleg óháð samtök sem vinna gegn ofveiði og berjast fyrir viðhaldi fiskistofna og heilbrigði lífkerfis sjávar. Öll olía í hylkjunum er vottuð og veidd á sjálfbæran hátt. 

  • Reglulega efna- og erfðagreind, til að staðfesta innihald hennar og tryggja að hún sé hrein, og ekki menguð af  þungmálmum, díoxíni eða PCB, en þessi efni eru því miður oft til staðar í öðrum tegundum af fiskiolíum.

  • Áreiðanleg. Treysta má því að það sem stendur á umbúðunum sé í vörunni. Margir framleiðendur laxaolíu uppfæra ekki innihaldslýsingu sína reglulega, þrátt fyrir að magn DHA og EPA sé breytilegt, og sumir taka það ekki einu sinni fram ef laxaolían er þynnt út með öðrum olíum.

  • Innpökkuð í sérlega einangrandi hylki úr góðu hráefni sem halda olíunni mjög ferskri og gera það að verkum að lítil lykt er af vörunni.

Laxaolían frá Dr. Mercola vann Clean Eating Choice Awards verðlaun tímaritsins Clean Eating árið 2017.

Aðvörun: Fólk með blóðstorknunarsjúkdóma eða sem er á blóðþynnandi lyfjum ætti ekki að taka inn laxaolíu. 

 

 

Ráðlögð notkun: Fullorðnir, þrjú (3) hylki á dag með máltíð.