Mercola Ketozyme

3.750 kr.
Til á lager

Ketóensím 

Glútenlaus - Soyjalaus - Vegan

30 hylki


 

Þegar fólk dregur úr kolvetnum og eykur hlutfall fitu í fæðunni sem það neytir, á það til að finna fyrir þyngslatilfinningu, eins og það sé óvenju satt eftir að hafa borðað. 

Ef þetta á við þig getur verið að þú sért ekki að melta og nýta fituna nægilega vel. Þetta á við um marga, og er í raun algengara hjá fólki eftir því sem aldurinn færist yfir. 

Ketozyme meltingarensímin frá Mercola eru vísindalega þróuð með það að sjónarmiði að hjálpa til við hraða og góða meltingu á fæðu sem inniheldur hátt hlutfall af fitu. Þau henta því afar vel fyrir fólk sem er á lágkolvetnafæði eða ketógenísku mataræði. 

Ketozyme blandan inniheldur:

* Betaín vetnisklóríð eða saltsýru sem eykur sýrustig magans sem hjálpar til við meltingu á fitum og próteinum og tryggjir betur upptöku á amínósýrum. 

* Blöndu af þrenns konar lípasa til að styðja við virkni gallblöðrunnar, brjóta niður þríglýseríð og nýta fituna betur.

* Fíflarótarþykkni sem inniheldur amínósýruna kynurenic sýru sem virkar hvetjandi á framleiðslu og flæði gallsins sem stuðlar að góðri meltingu á fitu. 

* Þykkni úr ætiþistilslaufi (Cynara Scolimus) sem styður við heilsu lifur og gallblöðru, og hjálpar þannig til við meltingu á fitu og upptöku á fituleysanlegum vítamínum á borð við D, E og K2.

* ATP eða adenósín þrífosfat sem fæst yfirleitt aðeins úr hrárri fæðu eða sem bætiefni, en það tapast úr fæðu þegar hún er unnin eða elduð. ATP hjálpar til við að hefja meltingarferlin.

 

 

Ráðlagður dagsskammtur: Eitt (1) hylki á dag fyrir máltíð sem inniheldur fitu. Gott að taka með almennum meltingarensímum frá Mercola sem heita Öll breiddin.