Mercola ilmkjarnaolía spearmint

3.980 kr.
Til á lager

100% hrein, lífræn ilmkjarnaolía, Grænmynta (e. Spearmint) 

Unnin úr efstu laufum og blómum jurtarinnar. 

30 ml. 


 

Lífræna grænmyntuilmkjarnaolían (e. Spearmint) (Mentha spicata) gefur af sér lokkandi sætan og freskan myntuilm. Þessi lífræna olía er unnin með gufueimingu á blómstrandi toppum plöntunnar. Olían er talin hressandi, endurnærandi og orkugefandi. 

  • Spearmint- eða grænmyntuilmkjarnaolíu má bera á líkamann eða sem nuddolíu. Hana verður að blanda og þynna út með grunnolíu á borð við arganolíu, jojoba olíu eða rósabersolíu. Blandið einum til fjórum dropum af ilmkjarnaolíu út i hverja matskeið af grunnolíu eða líkamskrem og berið á húðina.
  • Sniðugt er að setja nokkra dropa út í fljótandi sápu, sjampó eða í baðið
  • Ilmkjarnaolíur eru iðulega notaðar í ilmolíulampa og rakatæki til að gefa góðan ilm og hafa áhrif á andrúmsloft og líðan. 
  • Spearmint- eða grænmyntuolía er notuð í dreifara eða sprey utandyra og í garðinum til að fæla frá skortdýr á borð við mý, maura, flugur og fleiri tegundir. Olíuna má blanda í krem til að nota sem skordýrafælu

100% hreina olían frá Dr. Mercola inniheldur engar erfðabreyttar jurtir og engin gerfiefni og er fengin úr lífrænt ræktuðum jurtum. Ilmkjarnaolíurnar frá Dr. Mercola þurfa að standast strangt gæðaeftirlit og eru hágæða vara. 

 

 

 

 

 

100% hrein, lífræn ilmkjarnaolía, Grænmynta (e. Spearmint)

Unnin úr efstu laufum og blómum jurtarinnar. 

 

 

Hægt að nota á ýmsa vegu, t.d.:

  • Út í grunnolíu til nudds
  • Til innöndunar
  • Í Ilmlampa
  • Í baðið
  • Sem skordýrafælu   

Hrein ilmkjarnaolía sem nota skal með aðgát

Best að blanda út í hreina grunnolíu eins og möndlu- eða jojobaolíu til að bera á húðina. 

Varist að olían berist í augun. 

Geymið þar sem börn ná ekki til. 

Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar ilmkjarnaolíur.