Mercola Glútein ensím

2.400 kr.
Til á lager

Ensím sem hjálpa til við meltingu á glúteni

30 hylki 


 

Glúten er samsett úr fjölda ólíkra próteina sem koma úr sömu fjölskyldu. Glúten er alræmt fyrir að vera líkamanum erfitt vegna þeirrar miklu vinnu sem hann þarf að inna af hendi til að brjóta það niður og melta. Glúten má helst finna í hveitiafurðum eins og pasta, brauði og kökum, en það er líka að finna í byggi, rúg, malti og afar oft í unnum vörum og tilbúnum réttum. 

Þau sem forðast glúten í fæðunni þekkja hversu mikil áskorun það getur verið að fara út að borða á veitingahúsi. Það er ekki hægt að sjá á máltíðinni hvort hún inniheldur glúten eða ekki. Mannleg mistök geta valdið því að glúten sleppi með í máltíðinni. Ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum getur komið fyrir að glútenmáltíð sé borin fram í stað glútenlausrar. Stundum slysast með matnum eitthvað magn af af hveiti, rúg, byggi eða malti, cous cous, bulgur, þykkiefni, bindiefni eða bragðaukandi efni með glúteni. Glúten getur verið falið í sósu eða marineringu og þannig sloppið framhjá vökulum augum í eldhúsinu. 

Í slíkum aðstæðum koma glútenensímin frá Mercola sterk inn því þau gefa fólki færi á að slaka betur á þegar það fer út að borða og njóta máltíðarinnar án þess að kvíða ofsafenginna viðbragða ef ske kynni að glúten leyndist í fæðunni. Gott niðurbrot á glútenpróteinum gerir það að verkum að líkaminn þolir þau mun betur. Glúten ensímin frá Mercola eru sérhönnuð til að melta glúten hratt og örugglega og draga úr slæmum viðbrögðum við glúteni á borð við útþaninn kvið, loftgang eða óþægindi í þörmum. 

Glúten ensímin innihalda:

* Amýlasa til að melta kolvetnin sem auðveldar hinum ensímunum aðgengi að glúteninu.

* Próteasa sem virkar vel í ólíku sýrustigi á ferð sinni niður meltingarveginn. Próteasi brýtur glútenið hratt niður á nokkrum mismunandi stöðum í sameindinni þannig að eftir standa pólýpeptíð og amínósýrur. 

* Peptíðasa til að brjóta glútenprótein og pólýpeptíð niður í amínósýrur. 

*ATP eða adenósín þrífosfat sem fæst yfirleitt aðeins úr hrárri fæðu eða sem bætiefni, það tapast þegar fæða er unnin eða elduð. ATP hjálpar til við að hefja meltingarferlin.

Tvennt gerir glútenensímin frá Mercola ólík öðrum glútenensímum.

Í fyrsta lagi klýfur peptíðasinn glútenpróteinin niður í fyrir miðju OG í báða enda sem tryggir hraðara niðurbrot.  

Í öðru lagi brýtur amýlasinn í blöndunni verndandi kolvetnahjúpinn utan um próteinið fljótt niður og þá á próteasinn greiða leið að glúteninu og getur brotið það niður áður en það ferðast niður í smáþarmana þar sem það veldur yfirleitt mestum óþægindum. 

 

 

Ráðlagður dagsskammtur: Fullorðnir taki eitt (1) hylki fyrir máltíð sem inniheldur glúten. Gott að taka með almennum meltingarensímum frá Mercola sem heita Öll breiddin.