Joð Red Tiger- 2% 30ml

5.422 kr.
Til á lager

Joð er snefilsteinefni sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það vantar þó oft í mataræðið og því er talið að margir líði skort.

Joð í nascent formið er talið vera bæði öruggara og virkara en potassium iodide. Nascent joð er þannig saman sett að líkaminn á mjög auðvelt með að taka það upp og nýta til þeirra mörgu starfa sem það hefur.

Joð er m.a. mikilvægt fyrir:

  • Heilbrigði skjaldkirtils og annarra innkyrtla
  • Blóðsykursjafnvægi
  • Eðlilega heilastarfssemi
  • Eðlilega starfssemi ónæmiskerfis


Saga Nascent joðs

Síðan 1926 hefur þetta form joðs verið notað sem sýkladrepandi meðal. Fyrir tíma sýklalyfja og annarra kemískra lyfja var nascent joð þekkt fyrir einstaka sýkla og bakteríudrepandi eiginleika sína. Það var notað við hinum ýmsu kvillum s.s maga og blöðruvandamálum, sótthita, sýkingum, háum blóðþrýsting, bronkítis og einnig útvortis á brunasár, skurði og kýli.

Nascent joð var mikið notað af tannlæknum snemma á 20.öld til að stoppa blæðingar og koma í veg fyrir sýkingar. Það var borið á tannhold eftir tanntökur til að flýta fyrir að sárið greri.

Nascent joð getur hjálpað likamanum að koma jafvægi á skjaldkirtilinn á náttúrulegan hátt. Rannsóknir hafa bent til þessarar virkni og verið er að kanna það betur. Ef marktæk tenging er þarna á milli getur inntaka nascent joðs leitt til aukinnar orku og hjálpað líkamanum að vinna afeitrunarstarf sitt betur. Lífeðlisfræðilega séð, er nascent joð það form sem líkaminn á auðveldast með að nýta.

Af hverju joð?

Joð hefur mörgum hlutverkum að gegna í líkamanum og getur því gagnast mismunandi fólki á mismunandi hátt. Hjá þeim sem eiga í vandræðum með skjaldkirtilinn getur joð örvað framleiðsu T3 og T4 skjaldkirtilshormóna. Einnig getur það komið í veg fyrir að bromine, klór og flúor úr umhverfinu geti safnast upp í líkamanum og valdið skaða. Joð er enn fremur þekkt fyrir að vernda líkamann fyrir geislun.

 

Serving Size 1 Drop

Serving per bottle 1100

Ingredients  Per Serving    %DV Serving

lodine            400 mcg       267%

 

1 ounce (2% lodine by weight) 

400 mcg nascent joð í hverjum dropa

Takið 1-3 dropa í lítið vatnsglas tvisvar á dag á tóman maga (eða samkvæmt ráðleggingum.)