GL Raw Meltingargerlar f/menn 31gerlar

6.900 kr.
Til á lager

Um er að ræða góðgerla sem eru sprelllifandi, unnir samkvæmt ströngustu kröfum um hráa og lifandi fæðu, allt frá ræktun innihaldsefna þangað til varan er komin í glösin. Hitastig gerlanna og fæðunnar sem er uppistaðan í þessum góðgerlum fer aldrei yfir 40 gráður á cesíus. Þetta eru mjög breiðvirkir gerlar með yfir 30 tegundum af góðgerlum. Styrkur gerlanna er mikill og upptakan mjög góð, líkja má upptöku þeirra við upptöku líkamns á gerjaðri fæðu og í ræktununni verða til vítamín, ensím og gerlar sem næra þarmaflóruna. Gerlarnir og bakteríunnar í ræktuninni koma að mestu úr hágæða jógúrt og kefír og í báðum tegundum, fyrir konur og karla, eru ensím sem brjóta niður laktósann og mjólkur próteinið.

Í karla blöndunni eru bakteríur sem mæta þörfum karla og styðja meltingarkerfi þeirra. L.fermentum er sérstaklega samsettur gerill sem eykur ónæmi líkamans á meðan æfingu stendur og eykur getu karla við áreynslu.