GL Meltingargerlar fyrir krakka

4.280 kr.
Til á lager

Lengi býr að fyrstu gerð segir máltakið og það á svo sannarlega við um þarmaflóruna. Því sterkari sem hún er frá upphafi því betra og nauðsynlegt að passa upp á að jafnvægið sé alltaf á þann veginn að vinveittar bakteríur hafi yfirhöndina yfir þeim óvinveittu.

Primal Defense fyrir krakka er handhæg og bragðgóð lausn til að halda flóru barnsins þíns sterkri og í jafnvægi


Heilbrigð þarmaflóra er einn af hornsteinum góðrar heilsu en án hennar getur melting, upptaka og nýting næringarefna ekki farið eðlilega fram. Einnig er stóran hluta ónæmiskerfisins að finna í meltingarfærunum og nauðsynlegt að flóran sé í jafnvægi til að sá hluti starfi sem best skyldi.

Margt getur raskað þarmaflórunni s.s. sýklalyf, streita, mikil sykurneysla, næringarsnautt mataræði, mengun og ýmis lyf og því ekki að undra þó ójafnvægi geti oft myndast.

Lengi býr að fyrstu gerð segir máltakið og það á svo sannarlega við um þarmaflóruna. Því sterkari sem hún er frá upphafi því betra og nauðsynlegt að passa upp á að jafnvægið sé alltaf á þann veginn að vinveittar bakteríur hafi yfirhöndina yfir þeim óvinveittu.

Primal Defense fyrir krakka er handhæg og bragðgóð lausn til að halda flóru barnsins þíns sterkri og í jafnvægi

  • Alltaf ef barnið þarf að taka sýklalyf
  • Styrkir ónæmiskerfið og því frábær forvörn
  • Eftir magapestir og önnur veikindi
  • Á ferðalögum til að fyrirbyggja meltingartruflanir
  • Ef barnið þjáist af hvers kyns meltingarvandamálum
  • Duftið er ætlað börnum 3.ára og eldri

Hver skammtur inniheldur 4 milljarða fjögurra mismunandi gerlategunda

Má blanda í hvaða kalda vökva sem er

Ráðlagður skammtur er ¼ - ½ tsk daglega

Í einni dós eru 60 1/4 tsk skammtar