GL Meltingagerlar últra sterkir

5.900 kr.
Uppselt

Primal Defense Ultra  er einstök blanda 12 mismunandi góðgerla. Blandan er unnin á sérstakan hátt til að gera hana sem virkasta en Garden of Life hafa þróað HSO (homeostatic soil organisms) gerlablöndu sem inniheldur þá gerla sem ættu að finnast í hreinum og góðum jarðvegi en nútíma ræktunaraðferðir hafa svo gott sem útrýmt. Þessir gerlar eru mjög harðir af sér, þola magasýru og gall og komast þannig óhultir og virkir í gegn um allan meltingarveginn niður í ristilinn þar sem þeirra er mest þörf.

Að auki er Primal Defense Ultra styrkt með vinveittu gerlategundinni Saccharomyces boulardii sem hefur þann einstaka eiginleika að geta ýtt út óvinveittum gerlategundum og hjálpað þeim gagnlegu að ná fótfestu. Enn fremur getur S.boulardii aukið magn sectretory IgA sem er ómissandi þáttur í því að ónæmiskerfið geti varist sýkingum.

Heilbrigð þarmaflóra er ein af grunnstoðum góðrar heilsu. Án hennar getur melting, upptaka og nýting næringarefna ekki gengið eðlilega fyrir sig. Í meltingarfærunum býr einnig stór hluti ónæmiskerfis okkar og flóran spilar þar stórt hlutverk í að verja okkur fyrir óboðnum gestum sem geta valdið sýkingum og öðrum óskunda. Það er því gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að meltingarflórunni.

Meltingarvandamál eru gríðarlega algeng og líklegt er að ójafnvægi þarmaflórunnar eigi þar oft stóran hluta að máli.

Í fullkomnum heimi væri þarmaflóran í jafnvægi án þess að við þyrftum að hafa nokkuð fyrir því en ótal margt getur komið henni úr jafnvægi. Sýklalyf, hormónalyf, streita, mengun og næringarsnautt mataræði eru sennilega versu óvinir flórunnar og eitthvað ef ekki allt að framantöldu hefur verið hluti af lífi flestra.

Ráðlögð notkun: 1 hylki, þrisvar á dag

Gott er að byrja á  1 hylki daglega og auka svo skammtinn rólega í 3 hylki á dag

Best að taka á tóman maga

Gott að taka í framhaldi af hreinsun með Fungal Defense