GL Lífræn kalkblanda

6.644 kr.
Uppselt

Jurtakalk og meira til

  • Kalk, magnesíum og fleiri steinefni unnin úr þörungum
  • Vegan D3 vítamín úr lichen
  • K2 vítamín úr Natto
  • Auk þess blanda ávaxta og grænmetis sem eru rík af kalki og fleiri næringarefnum

Þessi blanda er vegan, glútenlaus og laus við öll kemísk aukefni. Frábær fyrir þá sem vilja styðja við góða beinheilsu alla ævi.

Góð næring alla ævi er nauðsynleg fyrir heilbrigð bein. Á barns- og unglingsaldri leggjum við grunninn að sterkum beinum en upp úr þrítugu hætta beinin að endurnýja sig eins hratt og þá er mikilvægt að leggja áherslu á að viðhalda sem mestum beinmassa út ævina. Eftir breytingaskeið verða hormónabreytingar hjá konum til þess að beinmassi getur tapast hratt og er þá sérstaklega mikilvægt að huga vel að beinheilsunni. Þetta ferli gerist yfirleitt hægar og seinna hjá körlum sem halda lengur í meira magn þeirra hormóna sem vernda beinin.

Beingisnun og beinþynning er mjög algeng í okkar heimshluta og er vestrænt mataræði og óheilbrigður lífsstíll oft talin ein af aðal ástæðum þess. Sannleiksgildið á bakvið „Tvö mjólkurglös á dag alla ævi“ áróðurinn hefur nú verið dregið í efa og greinilegt er orðið að neysla mjólkurvara er ekki nóg til að byggja upp og viðhalda sterkum beinum. Það er nefnilega svo miklu meira en kalk sem þarf til.

Umræðan um beinheilsu hefur í gegn um tíðina að miklu leyti snúist um kalk. Áhersla hefur verið lögð á að borða kalkríka fæðu og taka kalkbætiefni til að halda beinunum sterkum. Kalk er vissulega nauðsynlegt beinheilsu en önnur, ekki síður mikilvæg næringarefni hafa dálítið gleymst. Þess vegna mælum við aldrei með því að taka inn kalk eitt og sér heldur frekar blöndur sem innihalda önnur næringarefni sem vinna með því og eru nauðsynleg upp á virkni og nýtingu. Að borða kalkríka fæðu er líka ráðlagt og þá sérstaklega úr jurtaríkinu s.s. grænt laufgrænmeti, hnetur, fræ og sjávarþang. Mjólk og mjólkurvörur skyldi nota með varúð því margir þola þær illa.

Gæði bætiefnanna skipta öllu máli. Mörg algengustu kalk bætiefnin nýtast ákaflega illa og eru í raun gagnslaus að mestu.

Þessi frábæra blanda frá Garden of life er tilvalin lausn fyrir þá sem er umhugað um beinheilsu sína. Næringin nýtist eins og best verður á kosið og blandan er sett saman úr öllu því helsta sem líkaminn þarf til að byggja og viðhalda heilbrigðum beinum.

Ráðlögð notkun fyrir fullorðna: 3 töflur daglega, helst í sitt hvoru lagi, með mat.