GL Jurtablanda gegn sveppum

5.800 kr.
Til á lager

Fungal defense er sett saman úr jurtum og ensímum sem stuðla að heilbrigðri þarmaflóru svo að vinveittir gerlar geti haft yfirhöndina og niðurbrot, upptaka og þarmahreyfingar geti gengið eðlilega fyrir sig.


 

Að hafa heilbrigða þarmaflóru er af mörgum talið lykillinn að góðri heilsu. Ef meltingin gengur ekki eðlilega fyrir sig eru það ekki aðeins hvimleið einkenni eins og niðurgangur, hægðatregða, útþaninn kviður eða vindgangur sem eru vandamálið. Upptaka og nýting næringarefna verður einnig verri auk þess sem eiturefni geta safnast upp ef losun þeirra gengur ekki vel fyrir sig í gegn um þarmana.

Ótal margt getur komið þarmaflórunni í ójafnvægi en algengustu orsakavaldar eru sennilega sýklalyf, streita, næringarsnautt mataræði, hormónalyf, mengun og ýmsar sýkingar. Það er því ekki að undra hversu margir eiga við meltingarvandamál að stríða þar sem flestir hafa komist í tæri við eitthvað, ef ekki allt af framantöldu.

Ráðlögð notkun:

  • Notist í 15 daga - aðeins ætlað fullorðnum
  • 1 tafla þrisvar á dag fyrstu tvo dagana. Þar eftir 2 töflur þrisvar á dag næstu 13 daga.
  • Best að taka á tóman maga með stóru vatnsglasi.