Enterosgel 10 bréf

3.287 kr.1.644 kr.
Til á lager

Enterosgel er einstök meltingarhjálp en gelið virkar eins og svampur í meltingarfærunum þar sem það dregur í sig skaðvalda og stuðlar að heilbrigðri slímhúð og þarmaflóru. Það hefur hreinsandi áhrif án þess að draga úr upptöku næringarefna og er notað við flestum meltingarkvillum. Enterosgel hentar jafnt börnum sem fullorðnum.


Við hverju er Enterosgel notað?

Enterosgel er notað við fjölmörgum kvillum en það hefur mjög víðtæka virkni vegna eiginleika þess til að losa líkamann við skaðvalda án þess að taka neitt nytsamlegt frá honum.

Enterosgel er mest notað við meltingarkvillum ýmiss konar en er líka notað til að hreinsa líkamann hraðar af áfengi sem og útvortis á bólur og exem.

Helsta virkni Enterosgel í líkamanum:

 • Dregur úr áhrifum eða kemur í veg fyrir einkenni af völdum eiturefna og ofnæmisvalda
 • Hjálpar líkamanum að stöðva skammtíma niðurgang
 • Dregur úr meltingartruflunum
 • Hraðar hreinsun áfengis úr líkamanum
 • Hjálpar líkamanum að viðhalda og byggja upp heilbrigða þarmaflóru
 • Verndar slímhúð meltingarvegar
 • Minnkar álag á lifur og nýru af völdum eiturefna

 

Hvernig virkar Enterosgel?

Það má líkja virkni enterosgel við svamp sem dregur í sig það sem er okkur skaðlegt í meltingarveginum. Eftir að þú gleypir gelið, ferðast það í gegn um meltingarveginn og sýgur aðeins í sig miðlungsþungar og þungar skaðlegar sameindir þar sem þær er að finna. Þetta geta verið ýmis eiturefni, sýklar, ofnæmisvaldar og vírusar. Eftir að hafa sogað til sín óvini þarmaflórunnar okkar ber enterosgel þá út með hægðum á 12-24 tímum með þínum náttúrulegu þarmahreyfingum. Enterosgel fjarlægir ekki vatn, vítamin, steinefni, góða gerla eða annað gagnlegt úr meltingarveginum. Enterosgel hefur ekki vanabindandi áhrif.

Polymethylsiloxane polyhydrate (methylsilicic acid hydrogel) 70%, hreinsað vatn 30%.

Hvernig nota ég Enterosgel?

Ráðlagt er að taka Enterosgel við fyrstu einkenni meltingartruflana.

Best er að taka Enterosgel 1-2 klst fyrir eða eftir máltíð. Skolið niður með nægu vatni eða hrærið út í hálft vatnsglas og drekkið.

Fullorðnir:

 • 15 g (1 bréf eða 1 msk) 3x á dag (45 g/dag)

Börn:

 • Eldri en 5 ára: 10-15 g (2-3tsk) 3x á dag (30-45 g/dag )
 • 1-5 ára: 5-10 g (1-2 tsk) 3x á dag (15-30g/dag)
 • Undir 1 árs: 1,7g (1/3 tsk) fyrir gjöf/mat, allt að 6x á dag (max 10 g/dag). Má blanda með brjóstamjólk, vatni, safa eða út í maukaðan mat í hlutföllunum 1 hluti gel á móti 3 hlutum vökvi/matur.

Ráðlagðir skammtar við mismunandi vandamálum

Niðurgangur

 • 2 msk við fyrstu einkenni og eftir það 1 msk eftir hverjar hægðir. Eftir að niðurgangurinn hættir er ráðlagt að halda áfram að taka venjulegan skammt af Enterosgel í 5 daga á eftir. Skammtur fer eftir aldri.

Alvarleg eitrun t.d. af völdum áfengis eða lyfja

 • Takið tvöfaldan venjulegan skammt (2msk 3x/dag) fyrstu 3 dagana

Fyrirbyggjandi gegn æðakölkun og hjartasjúkdómum

 • Fullorðnir: 1 skammtur (1msk) 3x á dag í 4-6 vikur

Fyrirbyggjandi fyrir fólk sem býr eða vinnur við mikla mengun, drekkur mikið áfengi eða er af einhverjum ástæðum mikið í kring um kemísk eiturefni.

 • 1 msk 2x á dag í 7-10 daga í hverjum mánuði

Fyrirbyggjandi hreinsun líkamans

 • 1 msk 3x á dag í 10-14 daga.
 • Gott að endurtaka 3-6x á ári